Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 08. apríl 2020 09:15
Magnús Már Einarsson
Klopp leist ekkert á Mane fyrst - Eins og rappari
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist að álit hans á Sadio Mane hafi ekki verið mikið eftir fyrsta fund þeirra. Klopp hitti Mane fyrst þegar hann var ennþá að þjálfa Dortmund en hann var þá að skoða að fá hann til þýska félagsins.

Leiðir þeirra lágu síðan saman hjá Liverpool þar sem Mane hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár.

„Ég man fyrstu kynnin af Sadio. Það var hjá Dortmund. Það var mjög ungur strákur sem sat á móti mér með derhúfu á ská og ljósu línuna sem hann er með í hárinu í dag," sagði Klopp.

„Hann leit út eins og rappari sem var að byrja ferilinn. Ég hugsaði, 'Ég hef ekki tíma í þetta.' Við vorum ekki með slæmt lið og ég þurfti að fá leikmann sem gæti höndlað það að vera ekki byrjunarliðsmaður strax, einhver leikmaður sem ég gæti látið vaxa."

„Ég held að ég hafi almennt góða tilfinningu fyrir fólki en þarna hafði ég rangt fyrir mér! Ég fylgdist með ferli hans og velgengi hjá Salzburg og hjá Southampton var hann síðan yfirburðamaður."

Athugasemdir
banner
banner
banner