
„Ég er eiginlega bara mjög svekkt. Það er ekkert spes að skora þrennu og vinna ekki," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir 3-3 jafntefli gegn Sviss í dag.
Karólína skoraði öll þrjú mörk Íslands en var samt sem áður svekkt að leikslokum.
Karólína skoraði öll þrjú mörk Íslands en var samt sem áður svekkt að leikslokum.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 3 Sviss
„Ég hef aldrei skorað þrennu og það var gaman en ég hefði viljað sigur í staðinn."
Fyrstu 20-30 mínúturnar í leiknum voru afar vondar og lentu stelpurnar 0-2 undir.
„Þetta var bara skelfing, martröð að vera þarna inn á. Það vantaði allt. Við vorum ekkert agressívar og náðum ekki að klukka þær. Við sýndum gríðarlegan karakter að koma til baka."
„Þetta var einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað. Við hefðum getað stolið þessu í lokin og það er svekkjandi að hafa ekki gert það," sagði Karólína.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir