Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. maí 2020 19:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Enginn verður þvingaður til að spila
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar ekki að þvinga neinn leikmann hjá félaginu til þess að spila þegar fótboltinn á Englandi fer af stað á ný.

Samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi og 'Project Restart' gæti enska úrvalsdeildin hafist í næsta mánuði en deildin hefur nú verið í hléi í tvo mánuði vegna heimsfaraldursins.

„Ég hef ekki persónulega rætt við leikmeninna um að spila leikina en læknir félagsins hefur gert það," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, við Sky Sports í morgun.

„Við ræðum á öllum fundum um öryggi og heilsu leikmanna og við munum ekki taka neina áhættur og læknir sér til þess að öllum reglum sé fylgt."

„Við munum ekki setja leikmenn uppvið vegg ef einhver leikmaður vill ekki spila, enginn verður þvingaður."

„Við treystum sérfræðingum þegar kemur að því að ákveða hvenær öruggt er að hefja leik að nýju."

Athugasemdir
banner
banner
banner