Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 08. maí 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„De Bruyne þurfti að fara frá Chelsea en Havertz og Werner þurfa þess ekki"
Timo Werner hefur átt erfitt tímabil
Timo Werner hefur átt erfitt tímabil
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Kai Havertz og Timo Werner þurfi ekki að fara frá félaginu til að vaxa sem leikmenn.

Havertz og Werner voru keyptir fyrir rúmlega 110 milljónir punda fyrir tímabilið en það hefur það hefur þó ekki gengið klakklaust fyrir sig.

Þeir hafa oft verið áhorfendur í leikjum og hefur Werner þá klúðrað urmul af færum og átt erfið þurrkutímabil.

Tuchel var spurður út í þýsku leikmennina og spurður hvort þeir þurfi að aðlagast hjá öðru liði áður en þeir komi að notum fyrir Chelsea.

Kevin De Bruyne, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, var keyptur til Chelsea árið 2012 en síðan lánaður til Werder Bremen áður en hann var seldur þangað árið 2014. De Bruyne spilaði vel í Þýskalandi með bæði Bremen og Wolfsburg áður en Manchester City keypti hann.

Hann gæti nú unnið ensku úrvalsdeildina í þriðja sinn með City en liðin mætast í dag þar sem City getur tryggt titilinn.

„Ég veit það ekki. Ég var ekki þarna en ég get sagt að það er auðvelt að flækjast í þessum hugsunum hvort það hafi verið mistök að leyfa honum að fara en maður veit aldrei. Þú veist ekki hvað hefði gerst ef hann hefði ekki farið aftur til Þýskalands frá Chelsea," sagði Tuchel.

„Hann þurfti kannski á þessu að halda á þessum tíma. Það að fara í aðra deild, önnur áskorun fyrir hann til að verðað að þeim leikmanni sem hann er í dag. Hann hefur mikil áhrif hjá City og það er magnað að hann er oft fyrirliði liðs sem er svona árangursríkt."

„Þetta var kannski besta ákvörðunin hans. De Bruyne hefði kannski getað tekið sömu leið ef hann hefði ákveðið að vera áfram og náð að koma sér í liðið. Það er erfitt að segja til um það en af því þú ert að líkja þessu saman við Kai og Timo þá er það þannig með þessa deild er að annað hvort gengur þetta upp eða ekki."

„Þessi deild er besta áskorunin fyrir alla leikmenn og þjálfara á hæsta stigi fótboltans. Það eru tveir möguleikar. Annað hvort stígur þú upp eða ekki. Ef þú gerir það ekki þá nærðu engum árangri í þessari deild og þess vegna er ég ánægður að Timo og Kai stigu báðir úr þægindarammanum og ákváðu að fara í þetta ævintýri og þessa risaáskorun að koma til Englands. Þeir fóru erlendis í erfiðustu deild heims og í félag með hugarfar sigurvegarans."

„Þetta er hugarfar þeirra og við sjáum það. Þeir eru enn að læra og við munum hjálpa þeim. Þetta er alltaf ákveðið ferli en fyrir suma þá gengur þetta hraðar og fyrir aðra gengur þetta hægar en á meðan þeir eru í Chelsea þá fá þeir okkar stuðning,"
sagði Tuchel í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner