Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
   fim 08. júní 2017 14:30
Mist Rúnarsdóttir
Dublin
Anna Björk: Ábyrgðarhlutverk gerir mig betri
Kvenaboltinn
Anna Björk skoðar sig um á Tallaght leikvellinum ásamt Svövu Rós í gær
Anna Björk skoðar sig um á Tallaght leikvellinum ásamt Svövu Rós í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að spila fyrir landsliðið. Þjálfarinn velur alltaf liðið fyrir hvern leik og ef ég fæ tækifæri fyrir næsta leik þá er vonandi að ég nýti það vel og skili mínu,“ sagði Anna Björk Kristjánsdótir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær.

Ísland ætlar að vinna með 3-4-3 leikkerfi í vináttuleik gegn Írum í kvöld en Önnu Björk finnst íslenska liðið vera að bæta sig í kerfinu.

„Mér finnst það ganga mjög vel og mér finnst bætingarnar á milli leikja hjá liðinu í þessu nýja kerfi vera gríðarlega miklar. Ég held samt að við getum ennþá bætt miklu við og því held ég að það sé gott að nota þetta verkefni til að ráðast á þetta leikkerfi.“

Anna Björk hefur verið að spila allar mínútur fyrir lið sitt LB07 í sænsku úrvalsdeildinni og verið í toppformi.

„Ég er búin að vera að spila mikið úti í Svíþjóð og ekki lent í neinum meiðslum. Mér líður mjög vel og er komin í gott leikform,“ sagði Anna Björk en fór svo á æfingu nokkrum mínútum síðar þar sem hún fékk tak í nárann. Það er líklega ekki um alvarleg meiðsli að ræða en alveg ljóst að engin áhætta verður tekin með heilsu leikmanna svo stuttu fyrir EM og því ekki víst að Anna Björk muni spila gegn Írum í kvöld.

Svekkjandi fyrir landsliðið og þennan öfluga varnarmann sem hefur verið að standa sig vel í Svíþjóð. Anna Björk skipti frá Örebro og yfir í LB07 í janúar en þar er hún elsi leikmaður liðsins og í miklu ábyrgðarhlutverki sem hún telur gera sig að betri leikmanni.

„Það gengur framar vonum. Það bjóst enginn við neinu af okkur þar sem við erum algjörir nýliðar í þessari deild og þetta er í fyrsta skipti sem að þetta lið er í efstu deild í Svíþjóð.“

„Þetta er gríðarlega ungt lið. Ég er elst þar. Ég er alltaf að tönglast á því. En okkur gengur vel. Við erum búnar að ná þónokkrum stigum og erum um miðja deild,“
sagði Anna Björk meðal annars en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner