Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 08. júní 2017 14:30
Mist Rúnarsdóttir
Dublin
Anna Björk: Ábyrgðarhlutverk gerir mig betri
Kvenaboltinn
Anna Björk skoðar sig um á Tallaght leikvellinum ásamt Svövu Rós í gær
Anna Björk skoðar sig um á Tallaght leikvellinum ásamt Svövu Rós í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að spila fyrir landsliðið. Þjálfarinn velur alltaf liðið fyrir hvern leik og ef ég fæ tækifæri fyrir næsta leik þá er vonandi að ég nýti það vel og skili mínu,“ sagði Anna Björk Kristjánsdótir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær.

Ísland ætlar að vinna með 3-4-3 leikkerfi í vináttuleik gegn Írum í kvöld en Önnu Björk finnst íslenska liðið vera að bæta sig í kerfinu.

„Mér finnst það ganga mjög vel og mér finnst bætingarnar á milli leikja hjá liðinu í þessu nýja kerfi vera gríðarlega miklar. Ég held samt að við getum ennþá bætt miklu við og því held ég að það sé gott að nota þetta verkefni til að ráðast á þetta leikkerfi.“

Anna Björk hefur verið að spila allar mínútur fyrir lið sitt LB07 í sænsku úrvalsdeildinni og verið í toppformi.

„Ég er búin að vera að spila mikið úti í Svíþjóð og ekki lent í neinum meiðslum. Mér líður mjög vel og er komin í gott leikform,“ sagði Anna Björk en fór svo á æfingu nokkrum mínútum síðar þar sem hún fékk tak í nárann. Það er líklega ekki um alvarleg meiðsli að ræða en alveg ljóst að engin áhætta verður tekin með heilsu leikmanna svo stuttu fyrir EM og því ekki víst að Anna Björk muni spila gegn Írum í kvöld.

Svekkjandi fyrir landsliðið og þennan öfluga varnarmann sem hefur verið að standa sig vel í Svíþjóð. Anna Björk skipti frá Örebro og yfir í LB07 í janúar en þar er hún elsi leikmaður liðsins og í miklu ábyrgðarhlutverki sem hún telur gera sig að betri leikmanni.

„Það gengur framar vonum. Það bjóst enginn við neinu af okkur þar sem við erum algjörir nýliðar í þessari deild og þetta er í fyrsta skipti sem að þetta lið er í efstu deild í Svíþjóð.“

„Þetta er gríðarlega ungt lið. Ég er elst þar. Ég er alltaf að tönglast á því. En okkur gengur vel. Við erum búnar að ná þónokkrum stigum og erum um miðja deild,“
sagði Anna Björk meðal annars en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner