Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. júní 2021 15:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingibjörg þarf að sanna sig í landsliðinu og stefnir lengra í Meistaradeildinni
Icelandair
Ingibjörg á landsliðsæfingu í dag.
Ingibjörg á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég þarf að sanna mig eins og allar í liðinu
Ég þarf að sanna mig eins og allar í liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir gat ekki tekið þátt í landsliðsverkefni Íslands á Ítalíu í apríl. Það var vegna sóttvarnareglna í Noregi sem voru á þá leið að hún hefði þurft að fara í tíu dag sóttkví ef hún færi til Ítalíu.

Ingibjörg er mætt til Íslands og er með íslenska landsliðinu sem undirbýr sig fyrir tvo vináttuleiki gegn Írlandi. Ingibjörg er leikmaður Vålerenga í Noregi og er í fyrsta sinn í landsliðinu með Þorstein Halldórsson sem þjálfara.

Engin sóttkví
Var ekkert mál að fá leyfi frá Vålerenga að fara í landsliðsverkefni?

„Nei, eins og sóttvarnarreglurnar eru núna þá eru þær mjög hagstæðar fyrir mig. Ísland er eina landið sem ég gat farið til og verið laus við sóttkví við komuna til baka. Þannig ég er bara góð," sagði Ingibjörg á Teams-blaðamannafundi í dag.

Alltaf að reyna að sanna sig
Hvernig líst þér á verkefnið?

„Ég er í fyrsta sinn að koma inn í hlutina hjá nýjum þjálfara. Ég er að sjá hvað er nýtt og hvað er eins og það var. Við viljum nýta þessa tvo leiki fyrir undankeppnina í haust.“

Þú varst í lykilhlutverki þegar Jón Þór var þjálfari, líður þér eins og þú þurfir að vinna þér aftur inn sæti í liðinu?

„Maður veit ekki þegar kemur inn nýr þjálfari, maður þarf að sanna sig og mér fannst ég ekki vera í einhverri þægilegri stöðu undir stjórn Jóns Þórs. Ég var alltaf að reyna sanna mig og alltaf að gera betur. Ég þarf að sanna mig eins og allar í liðinu.“

Stefna lengra í Meistaradeildinni
Aðeins að Vålerenga, liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra. Getur liðið náð betri árangri en það?

„Við misstum fyrirliðann okkar og nokkra aðra leikmenn. Við erum aðeins yngra lið núna og okkar þróun heldur bara áfram. Við erum með stærra markmið í Meistaradeildinni og viljum við gera betur þar. Við erum ekkert saddar núna og við sáum tímabilið í fyrra ekki sem neina endastöð fyrir okkur," sagði Ingibjörg.

Vålerenga féll úr leik í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner