þri 08. júní 2021 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikir: Frakkland varð fyrir áfalli
Benzema fór meiddur af velli í kvöld. Vonandi er það ekki alvarlegt.
Benzema fór meiddur af velli í kvöld. Vonandi er það ekki alvarlegt.
Mynd: EPA
Heimsmeistarar Frakklands unnu nokkuð þægilegan sigur að lokum á Búlgaríu í vináttulandsleik í kvöld.

Frakkar urðu þó fyrir áfalli í leiknum þar sem Karim Benzema fór meiddur af velli. Það er vonandi að það er ekki alvarlegt. Benzema er að snúa aftur í landsliðið eftir margra ára fjarveru.

Evrópumótið í fótbolta hefst á föstudag og þykja Frakkar líklegir til afreka. Antoine Griezmann kom Frökkum yfir eftir tæplega hálftíma leik og bætti Olivier Giroud við tveimur mörkum í restina. Giroud kom inn á fyrir Benzema seint í fyrri hálfleik.

Ungverjaland gerði markalaust jafntefli við Írland og Tékkland lagði Albaníu að velli, 3-1.

Ungverjaland 0 - 0 Írland

Tékkland 3 - 1 Albanía
1-0 Patrik Schick ('18 )
1-1 Sokol Cikalleshi ('42 )
2-1 Lukas Masopust ('68 )
3-1 Ondrej Celustka ('89 )

Frakkland 3 - 0 Búlgaría
1-0 Antoine Griezmann ('29 )
2-0 Olivier Giroud ('83 )
3-0 Olivier Giroud ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner