Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
   sun 19. október 2025 23:19
Gunnar Bjartur Huginsson
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Sigurður Bjartur Hallsson, framherji FH, fór á kostum í 4-4 jafntefli gegn Val á N1-vellinum í kvöld. Hann skoraði þrennu og átti vörn Vals í stökustu vandræðum með hann í kvöld. 

Þetta var bara orðin hálfgerð þvæla þarna í fyrri hálfleik. Ég hélt að við værum að fara að ganga frá þeim fyrsta korterið. Við vorum töluvert sterkari aðilinn og fókusleysi hjá okkur í fyrstu þremur mörkunum. Mér fannst við vera sterkari úti á velli og líklegastir til þess að skora fannst mér yfirleitt. Það er bara skellur að missa þetta í 3-2 fyrir hálfleik," sagði Sigurður Bjartur Hallsson, leikmaður FH.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  4 FH

FH-ingar höfðu ekki miklu að keppa í kvöld en þeir sitja í 5. sæti og keppast auðvitað við að halda því en annars hafa þeir engu að keppa og má því kannski segja að þeir hafi sleppt fram af sér beislinu í kvöld. 

Það er alltaf verið að spila upp á stoltið og við tökum þessa leiki með okkur inn í næsta tímabil og við sáum það bara á seinasta tímabili, að þá enduðum við, eins og aumingjar, og komum inn í mótið, eins og aumingjar. Það skiptir máli hvernig þú endar."

Sigurður Bjartur Hallsson er þá kominn með 13 mörk á leiktíðinni og gerði hann þrennu í þessum leik. Hann hefur því farið með himinskautum þetta tímabil. 

Þetta var ábyggilega útaf leiknum í fyrra, þegar við gerðum 2-2 jafntefli hérna og þá sungu Valsarar æfa meira, æfa meira endalaust, þegar ég klúðraði hverju dauðafærinu á fætur öðru, þannig að ég er bara búinn að æfa mig meira heima," sagði framherjinn að lokum. 


Athugasemdir
banner
banner
banner