
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Angel City misstu af tækifærinu á að komast í úrslitakeppnina í bandarísku deildinni eftir tap gegn Portland Thorns í kvöld.
Portland var með 1-0 forystu í hálfleik. Sveindís byrjaði á bekknum en hún kom inn á í hálfleik. Portland bætti við öðru markinu úr vítaspyrnu eftir klukkutíma leik.
Sigur hefði ekki gert mikið fyrir Angel City þar sem jafntefli Racing Louisville gegn Gotham fyrr í kvöld varð til þess að Angel City getur ekki náð Louisville í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni fyrir lokaumferðina.
Angel City heimsækir Chicago í lokaumferðinni 2. nóvember.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliði Inter sem gerði markalaust jafntefli gegn Parma í ítölsku deildinni í dag. Karólína var tekin af velli eftir klukkutíma leik.
Inter er í 4. sætimeð fimm stig eftir þrjár umferðir.
Athugasemdir