Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   sun 19. október 2025 23:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Kærkominn sigur hjá Hoffenheim
Bazoumana Toure (t.h)
Bazoumana Toure (t.h)
Mynd: EPA
St. Pauli 0 - 3 Hoffenheim
0-1 Bazoumana Toure ('54 )
0-2 Andrej Kramaric ('59 )
0-3 Grischa Promel ('79 )

Hoffenheim vann öruggan sigur gegn St. Pauli í þýsku deildinni í dag. Liðið var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og skoraði þrjú mörk.

Bazoumana Toure skoraði fyrsta markið eftir sendingu frá Andrej Kramaric í gegnum vörn St. Pauli. Kramaric var svo sjálfur á ferðinni þegar hann skoraði eftir sendingu frá Vladimir Coufal út í teiginn. Grischa Promel slapp síðan í gegn eftir skyndisókn og innsiglaði sigurinn.

Þetta var kærkominn sigur fyrir liðið sem hafði aðeins nælt í eitt stig í þremur síðustu leikjum. St. Pauli hefur hins vegar tapað fjórum leikjum í röð.

Hoffenheim er í 8. sæti með 10 stig eftir sjö umferðir en St. Pauli er í 14. sæti með sjö stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 7 7 0 0 27 4 +23 21
2 RB Leipzig 7 5 1 1 10 9 +1 16
3 Stuttgart 7 5 0 2 11 6 +5 15
4 Dortmund 7 4 2 1 13 6 +7 14
5 Leverkusen 7 4 2 1 16 11 +5 14
6 Köln 7 3 2 2 12 10 +2 11
7 Eintracht Frankfurt 7 3 1 3 19 18 +1 10
8 Hoffenheim 7 3 1 3 12 12 0 10
9 Union Berlin 7 3 1 3 11 14 -3 10
10 Freiburg 7 2 3 2 11 11 0 9
11 Hamburger 7 2 2 3 7 10 -3 8
12 Werder 7 2 2 3 11 16 -5 8
13 Augsburg 7 2 1 4 12 14 -2 7
14 St. Pauli 7 2 1 4 8 12 -4 7
15 Wolfsburg 7 1 2 4 8 13 -5 5
16 Mainz 7 1 1 5 8 14 -6 4
17 Heidenheim 7 1 1 5 6 13 -7 4
18 Gladbach 7 0 3 4 6 15 -9 3
Athugasemdir
banner
banner