Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   sun 19. október 2025 22:27
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
Stórkostlegur í dag.
Stórkostlegur í dag.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

„Hann var bara skemmtilegur held ég. Fimm mörk frá okkur og fullkomlega sanngjarnt held ég, ef ég hugsa um þetta strax eftir á. Þannig að bara gaman að skora fimm mörk í síðasta heimaleiknum fyrir fólkið hérna, það var geggjað að sjá hversu margir voru á leiknum,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA og besti leikmaður neðri hluta Bestu-deildarinnar, eftir 5-1 sigur á ÍA í dag.


Lestu um leikinn: KA 5 -  1 ÍA

Skagamenn spiluðu eiginlega maður á mann pressu í dag. Hugsar leikinn leikmaður eins og Hallgrímur Mar sér ekki gott til glóðarinnar í svoleiðis aðstæðum?

„Já, það gerðist nokkrum sinnum í fyrri hálfleik þó að það hafi gerst minna í seinni. Maður fann þá einhverjar stöður úti á kantinum, þannig losarðu þessar stöður - þú þarft bara að vinna maður á mann einvígi. Það hefði mátt ganga upp oftar í seinni, en ég kvarta ekki þegar við vinnum 5-1!''

Hallgrímur gerði sér svo lítið fyrir og skoraði eitt af mörkum sumarsins þegar hann lyfti boltanum af eigin vallarhelmingi yfir Árna Marinó Einarsson í marki Skagamanna. 

„Ég var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum, að reyna að setja á hann. En svo bara lá boltinn mjög vel fyrir mig og ég sá að hann var aðeins framarlega. Ég lét bara vaða og ég smellhitti hann - þetta var fallegt,'' sagði Hallgrímur Mar um markið glæsilega.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner