PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 19. október 2025 22:49
Daníel Smári Magnússon
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
,,Þorlákur er þjálfari ársins
Hallgrímur var að vonum afar ánægður með sína menn.
Hallgrímur var að vonum afar ánægður með sína menn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að viðtali lauk hrósaði Hallgrímur Þorláki í hástert og sagði hann vera þjálfara ársins í Bestu-deild karla.
Eftir að viðtali lauk hrósaði Hallgrímur Þorláki í hástert og sagði hann vera þjálfara ársins í Bestu-deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara mjög ánægður með leikinn. Fyrstu mínúturnar vorum við svona aðeins að átta okkur á því hvernig við ætluðum að spila á móti þeim. Þeir náttúrulega eru öflugir í pressunni og við vorum ekki alveg að finna leiðirnar sem við töluðum um, en síðan áttuðum við okkur á því að spila boltanum meira í svæði og hlaupa í þau heldur en að spila beint í lappir þegar að menn fara í svona pressu. Og þegar við unnum boltann þá var hægt að fara á bakvið þá og þegar við gerðum það, þá fannst mér við bara líta mjög vel út og náttúrulega bara mjög gaman að ná að skora fimm mörk á heimavelli á móti liði sem er búið að standa sig virkilega vel undanfarið,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir öruggan 5-1 sigur á ÍA í neðri hluta Bestu-deildar karla.


Lestu um leikinn: KA 5 -  1 ÍA

Eins og Hallgrímur sagði að þá tók KA liðið smá tíma að finna út hvernig best væri að klekkja á Skagapressunni. En lausnirnar fundust og útkoman ekki alslæm.

„Já, það er tvennt. Þú þarft einhvernveginn að vinna manninn þinn. Það getur verið með því að hlaupa inní svæðin hjá þeim sem að spilar fyrir framan þig, þannig að þú komist framhjá þeim. Eða ná að leika einn á einn og þegar að það gerist að þá er ekki eins mikið "back-up" vegna þess að allir hinir eru maður á mann. En það er einfalt að segja þetta, það er erfiðara að gera þetta,'' sagði Hallgrímur.

KA menn eru með þriggja stiga forystu á ÍBV fyrir lokaleik neðri hlutans og síðasti leikur liðsins er einmitt í Vestmannaeyjum. Hallgrímur ætlaði að njóta augnabliksins aðeins áður en hugurinn myndi hverfa að næsta verkefni.

„Ég er ekki alveg kominn með hugann þangað. Ég er bara ánægður með frammistöðu dagsins, þeir stóðu sig vel hérna. Snorri (Kristinsson) kemur inná og leggur upp mark. Markús (Máni Pétursson) spilaði frábærlega. Bara æðislegt að sjá, mætti fullt af fólki á síðasta heimaleikinn okkar hérna. Þó að það sé ekki mikið undir, þá finnst fólki ennþá gaman að koma og horfa á okkur og það er æðislegt. Bara virkilega góður dagur fyrir KA,'' sagði Hallgrímur.

Hann kom síðan eftir að viðtali lauk og spjallaði við undirritaðan. Þá sagðist Hallgrímur hafa gleymt að koma því að í viðtalinu að það væri skoðun hans að miðað við aðstæður og áskoranir á tímabilinu að Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, væri þjálfari ársins. Gerði hann alls ekki lítið úr afrekum annarra þjálfara á tímabilinu, en taldi Þorlák eiga nafnbótina sannarlega skilið.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner