Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 08. júní 2023 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarki stefnir á Serie B - Alfons einum sigri frá Sambandsdeild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images

Bjarki Steinn Bjarkason spilaði fyrstu 56 mínúturnar er Foggia vann gríðarlega dramatískan sigur á Pescara í undanúrslitaleik umspilsins um sæti í Serie B deildinni á Ítalíu.


Foggia lenti undir á þriðju mínútu leiksins en tókst að gera jöfnunarmark á 97. mínútu til að knýja leikinn í framlengingu.

Heimamenn í Pescara tóku forystuna á ný í upphafi framlengingarinnar en Foggia jafnaði á 115. mínútu og því var blásið til vítaspyrnukeppni.

Foggia klúðraði spyrnu númer tvö og þrjú en það sakaði ekki því liðsfélagar Bjarka Steins unnu vítaspyrnukeppnina 4-3 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum. Foggia mætir því Lecco í úrslitaleik um sæti í Serie B.

Foggia á heimaleik 13. júní og verður útileikurinn spilaður í Lecco þann 18. júní.

Pescara 2 - 2 Foggia (4-4 samanlagt)
3-4 í vítaspyrnukeppni

Alfons Sampsted fékk þá að spila síðasta korterið er Twente gerði 1-1 jafntefli við Sparta Rotterdam í úrslitaleik um sæti í Sambandsdeild Evrópu í haust.

Heimamenn í Rotterdam tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks en Twente náði að gera jöfnunarmark í uppbótartíma.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Twente næsta sunnudag. Þar geta Alfons og félagar tryggt sér sæti í Sambandsdeildinni með sigri.

Sparta Rotterdam 1 - 1 FC Twente


Athugasemdir
banner