
„Við erum skítfúlir að hafa ekki tekið þrjú stig.“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir 2-2 jafntefli á útvielli gegn ÍR.
Lestu um leikinn: ÍR 2 - 2 ÍBV
„Við vorum pirraðir að hafa ekki unnið leikinn miðað við hvernig hann spilaðist,“
Hemmi bætti svo við að hann var gífurlega ósáttur með fyrri hálfleik sinna manna í dag. Hann talar um að menn hafi verið passívir og ekki þorað.
Eyjamenn vildu fá víti í seinni hálfleiknum.
„Ég sá það svo sem ekki nógu vel. En að sjálfsögðu fannst mér þetta vera pjúra víti. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við fáum ekki víti þar sem við hæglega áttum að fá víti.“
Eyjamenn hafa gert fjögur jafntefli í fyrstu 6 leikjum mótsins. Hemma finnst þeir eiga skilið að hafa unnið fleiri leiki.
„Það er gífurlega pirrandi. Sérstaklega þegar maður skorað frammistöðuna hjá okkur og færin sem við höfum fengið. Þetta er gífurlega pirrandi.“
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.