Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. júlí 2020 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór og Hörður byrjuðu í öðrum 4-0 sigrinum í röð
CSKA hefur unnið þrjá í röð, skorað tíu mörk og ekki fengið á sig neitt.
CSKA hefur unnið þrjá í röð, skorað tíu mörk og ekki fengið á sig neitt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu sem vann stórsigur gegn Orenburg á útivelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

Hörður Björgvin lék allan leikinn en Arnór fór af velli þegar tæpar tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum.

Þetta er annar leikurinn í röð sem CSKA vinnur með markatölunni 4-0. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð, skorað tíu mörk og ekki fengið á sig neitt. CSKA er þriðja sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar þremur stigum frá nágrönnum sínum í Lokomotiv Moskvu.

Mikilvægur sigur hjá Viðari
Viðar Örn Kjartansson kom inn á undir lokin þegar lið hans, Yeni Malatyaspor, vann mjög svo mikilvægan sigur í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Liðið bar sigur úr býtum gegn Sivasspor á útivelli, 0-1. Sigurmarkið gerði Ganverjinn Afriyie Acquah á 68. mínútu.

Viðar Örn og félagar voru í fallsæti fyrir leikinn, en fara upp upp þrjú sæti með þessum sigri og eru núna í 13. sæti þegar liðið á eftir þrjá leiki.

Hólmar Örn spilar ekki meira á tímabilinu
Miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson var ekki með Levski Sofia er liðið tapaði 3-0 á útivelli gegn toppliði Ludogorets í búlgörsku úrvalsdeildinni. Levski er í öðru sæti deildarinnar og á ekki möguleika á titlinum; Ludogorets er búið að vinna hann fyrir löngu síðan.

Hólmar er að glíma við meiðsli og segir hann í samtali við Morgunblaðið að hann muni ekki taka þátt í síðustu tveimur deildarleikjum tímabilsins. Meiðslin eru þó ekki alvarleg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner