Gaffney er 34 ára Íri sem á feril í ensku neðri deildunum og í írsku deildinni. Hann hefur skorað 114 mörk í 484 leikjum á ferlinum.
Rory Gaffney, lykilmaður í liði írsku meistaranna í Shamrock Rovers, hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og hefur stjóri liðsins, Stephen Bradley, staðfest að framherjinn verði ekki með í leikjunum gegn Víkingi í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 0 Shamrock Rovers
„Hann er enn frá og verður það í nokkrar vikur í viðbót," sagði Bradley eftir síðasta leik. Gaffney var besti leikmaður írsku deildarinnar tímabilið 2021/22.
Breiðablik mætti Shamrock á þessu stigi forkeppninnar í fyrra og hafði þá betur með því að vinna 1-0 á Írlandi og 2-1 á Kópavogsvelli.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, fór fögrum orðum um Gaffney í fyrra. „Hann er frábær leikmaður - mjög sterkur framherji sem getur einnig hlaupið aftur fyrir línuna. Hann er einn besti leikmaður sem við höfum mætt í öllum okkar Evrópuleikjum," sagði Óskar við Fótbolta.net fyrir seinni leik Breiðabliks og Shamrock í fyrra.
Graham Burke sem skoraði mark Shamrock á Kópavogsvelli í fyrra verður ekki með á morgun. Aaron McEneff, sem er lánsmaður frá Perth Glory, ferðaðist ekki með til Íslands og sömu sögu er að segja af Lee Grace sem kom inn á sem varamaður í seinni leiknum gegn Breiðabliki í fyrra.
Athugasemdir