Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   þri 08. júlí 2025 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Kroos ætlar ekki að taka fram skóna - „Þá vantar leikmann eins og mig“
Mynd: EPA
Toni Kroos er ekki að íhuga að taka fram skóna með Real Madrid á komandi tímabili.

Þjóðverjinn lagði skóna á hilluna á síðasta ári eftir aðdáunarverðan feril.

Hann fer í sögubækurnar sem einn besti miðjumaður allra tíma, en það hefur gengið illa hjá Madrídingum að finna arftaka hans.

La Gazzetta dello Sport spurði Kroos út í möguleikann á að snúa aftur á völlinn með Real Madrid en hann var ekki lengi að útiloka þann möguleika.

„Ég er ekki að fara aftur þangað og Real Madrid veit það. Þá vantar leikmann eins og mig, og eru enn í leit að honum. Vandamálið er að það eru ekki margir leikmenn sem eru líkir mér og ekki auðvelt að fá þá sem eru það,“ sagði Kroos.

Kroos vann Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og 22 titla í heildina á tíu árum sínum hjá Real Madrid.
Athugasemdir
banner