Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 08. ágúst 2016 21:47
Alexander Freyr Tamimi
Milos: „The King is dead“
Milos Milojevic gat glaðst yfir sigri sinna manna.
Milos Milojevic gat glaðst yfir sigri sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var að vonum hæstánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni í kvöld.

Víkingur lenti undir snemma leiks en þrenna frá Óttari Magnúsi Karlssyni tryggði heimamönnum verðskuldaðan sigur.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Mér fannst við mjög góðir í dag, góð spilamennska hjá okkur og góð holning á liðinu. Við fengum víst á okkur svolítið barnalegt mark eins og ég myndi orða það, þarna átti aftasti maður að gera "professional" brot, gult spjald og búið. En við héldum að við gætum reddað því á seinna "leveli" aðeins nær markinu en náðum ekki að redda því. Reyndar er þetta Breiðabliks lið mjög vel spilandi með mjög góða leikmenn, Árni Vill var í atvinnumennsku og er mjög flinkur að finna sér svæði," sagði Milos eftir leikinn, sem fannst sínir menn betri í seinni hálfleik eftir að hafa jafnað í fyrri hálfleik.

„Einhvern veginn var ég alveg með það að við værum með okkar leik á hreinu en að sjálfsögðu var ég rólegri með því að setja mark númer tvö og sérstaklega númer þrjú. Mér fannst við vera með yfirhöndina 90 prósent af leiknum, þetta leit ekki vel út fyrir okkur í 0-1 en við vorum samt með "control" og strákarnir hafa sýnt að við getum komið til baka. Í dag spilum við virkilega skemmtilegan fótbolta og svona fótbolta vil ég að mitt lið spili, en Blikar reyna líka að spila flottan fótbolta."

Þær fréttir bárust rétt fyrir leik að Gary Martin væri á leið til Lilleström á láni og var hann því ekki með í kvöld. Í fjarveru hans skoraði Óttar Magnús þrennu og sendi þau skilaboð að maður komi í manns stað.

„Hvernig er þetta sagt á íslensku, „The King is dead, the Prince is alive“. Það er bara þannig að maður kemur í manns stað, það er missir að missa Gary, hann er einn af bestu ef ekki besti stræker í deildinni, en við höfum gert mjög vel í strækeraþróun okkar. Við erum með fimm framherja, tvo á láni..Ég hugsa að við séum í góðum málum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner