Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 08. ágúst 2020 10:39
Brynjar Ingi Erluson
Rice og Havertz til Chelsea - Everton vill fá Lemar
Powerade
Fer Havertz til Chelsea?
Fer Havertz til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Everton vill fá Thomas Lemar
Everton vill fá Thomas Lemar
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakka dagsins á þessum ágæta laugardegi en það er ýmislegt áhugavert í pakka dagsins.

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er að safna 65 milljónum punda til þess að leggja fram tilboð í Declan Rice, miðjumann West Ham. (The Star)

Barcelona mun leggja fram 14 milljón punda tilboð í Eric Garcia, varnarmann Manchester City, eftir að leikmaðurinn hafnaði nýju samningstilboði City. (Goal.com)

Andrea Agnelli, eigandi Juventus, hafnar því að Cristiano Ronaldo sé á förum frá félaginu eftir að hafa dottið úr leik í Meistaradeildinni í gær. (Sky Italia)

Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen gæti gengið frá félagaskiptum sínum til Chelsea í næstu viku en Chelsea greiðir 71 milljón punda fyrir hann. (Star)

AC Milan hefur þá áhuga á að fá úrúgvæska miðjumanninn Lucas Torreira frá Arsenal en hann fær lítið að spila undir stjórn Mikel Arteta. (Telegraph)

Ismaila Sarr, leikmaður Watford og senegalska landsliðsins, er á blaði hjá Liverpool í sumarglugganum en hann gæti skipt um lið eftir að Watford féll niður í B-deildina. (Liverpool Echo)

Ajax hefur þá áhuga á að fá Ryan Sessegnon (20) frá Tottenham en hollenska félagið vill fá hann á láni í eitt tímabil. (Telegraph)

Rennes er í viðræðum við Chelsea um kaup á enska varnarmanninum Fikayo Tomori. (Guardian)

Wolves er þá í viðræðum við Nuno Espirito Santo, stjóra Wolves, um nýjan samning en félagið vill ganga frá samningum eftir Evrópudeildina. (Daily Mail)

Manchester United er að skoða Alex Meret, markvörð Napoli, en liðið hefur sent njósnara til Ítalíu til að fylgjast með honum. (Star)

Everton vill fá Thomas Lemar, leikmann Atlético Madríd, í sumar en hann er kominn í varahlutverk hjá spænska félaginu. (Le10Sport)

Tottenham er í viðræðum við Inter Milan um Milan Skriniar en Liverpool og Manchester United hafa einnig sýnt þessum ágæta varnarmanni áhuga. (Tuttosport)

Leeds er að íhuga 15 milljón punda tilboð í Harry Wilson hjá Liverpool en hann eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Bournemouth. (Sun)

Arsenal, Juventus og Manchester City eru þá í baráttunni um Houssem Aouar, miðjumann Lyon. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner