Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Xavi um De Jong: Það getur allt gerst fyrir lok gluggans
Frenkie de Jong
Frenkie de Jong
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona
Joan Laporta, forseti Barcelona
Mynd: EPA
Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong er enn að íhuga framtíð sína hjá Barcelona ef marka má orð þjálfarans og forsetans.

Manchester United og Chelsea hafa mikinn áhuga á því að fá De Jong í sumar.

Erik ten Hag, stjóri United, er mikill aðdáandi leikmannsins, sem er þó sagður hafa lítinn áhuga á því að búa í Manchester. Hann hefur litla trú á verkefninu og er það talið ólíklegt að það verði næsti áfangastaður kappans.

Chelsea er sagt hafa lagt fram tilboð í De Jong en hann ku spenntari fyrir því tilboði. Xavi, þjálfari Barcelona, segir að allt geti gerst fyrir lok gluggans en að hann vilji auðvitað halda De Jong.

„Ég veit ekki hvað mun gerast með Frenkie de Jong. Það getur allt gerst fyrir 31. ágúst."

„Hann veit hvað mér finnst og hvað félagið vill og þarf. Ég treysti auðvitað á hann, þetta er frábær leikmaður,"
sagði Xavi.

Barcelona er í miklum vandræðum. De Jong er launahæsti leikmaður liðsins og tók á sig 10 prósent launalækkun á síðasta ári en nú vill félagið að hann taki á sig 50 prósent launalækkun til viðbótar svo Barcelona geti skráð nýja leikmenn í hópinn. Það verður því að bíða og sjá hvort hann samþykki það.

„Frenkie er leikmaður Barcelona og við viljum halda honum hjá félaginu. Hann vill vera áfram. Við erum með gríðarlega sterka miðju með hann og liðsfélaga hans. Hann er með tilboð en við viljum halda honum," sagði Joan Laporta, forseti Börsunga.
Athugasemdir
banner
banner
banner