
„Ég er hæstánægður með þessi þrjú stig. Frábært að koma hingað á erfiðan útivöll og vinna og ná í þrjú stig og koma okkur aftur á sigurbraut.“ sagði Jón Þór, þjálfari ÍA, eftir frábæran 3-1 útisigur á móti Gróttu.
Lestu um leikinn: Grótta 1 - 3 ÍA
Var ekki sérstaklega gott að vinna núna í dag og svara fyrir skell í seinasta leik?
„Algjörlega. Strákarnir voru bara staðráðnir í það að svara fyrir það og mér fannst við vera tilbúnir í það frá fyrstu mínútu í dag. Ekki spurning, vel gert.“
Þú hlýtur að vera sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn og markið sem þið náðuð rétt fyrir hálfleik.
„Ég var líka bara ánægður með byrjunina á leiknum. Mér fannst menn koma mjög vel inn í þennan leik og sýndu mikinn karakter eftir seinasta leik. Menn voru tilbúnir að svara þessu. Svo fengum við, eins og þú segir, annað markið á frábærum tíma, ég er mjög ánægður með það.“
Þú tekur menn eins og Arnór, Viktor, Steinar og Gísla útaf í dag. Var það bara til þess að hvíla fyrir næstu leiki?
„Það er mjög stutt á milli leikja núna. Mér fannst líka strákarnir sem komu inn á standa sig virkilega vel. Árni Salvar kemur inn fyrir Viktor og tekur sér pláss og skapar sér mörg færi. Mér fansst strákarnir koma sér vel inn í það. Menn eru líka tæpir þannig sumar af þessu skiptingum voru ekkert komnar til að góðu. En það var frábært að sjá strákana koma inn á í þessum leik.“
Þið voruð með leikinn algjörlega í ykkar höndum í dag en var það eitthvað sérstakt sem þú varst sáttur með í dag?
„Við vorum aldrei að fara að gera neitt annað en að sækja sigur hérna í dag. Mér fannst strax viðbrögðin eftir skellin gegn Leikni, í undirbúningnum fyrir þennan lek, að menn væru staðráðnir í því að vinna og menn gerðu virkilega vel í dag.“
Fannst þér þetta vera víti sem Grótta fékk í lokin?
„Ómögulegt fyrir mig að sjá það. Þeir voru búnir að vera að biðja um víti fyrr í leiknum. Þeir voru að reyna að fiska eitthvað og þeim tókst það þarna. Víti eða ekki víti það er ómögulegt fyrir mig að segja það.“
Það er stutt á milli leikja þessa daganna hjá ykkur en þið eigið Fjölni næst á föstudaginn í Grafarvoginum. Er það ekki 6 stiga leikur?
„Nei þú færð víst bara þrjú stig fyrir leikinn og það er einn af tuttugu og einum leikjum í deldinni og við bara nálgumst hann þannig. Það er bara gamla sama klisjan sem hefur verið hjá okkur í allt sumar, við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar veferð.“
Albert Hafsteins var ekki í hóp í dag hver er ástæðan á bak við það?
„Hann er að ströggla við meiðsli og var ekki leikfær í dag.“
Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.