Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko var meðal markaskorara Arsenal þegar liðið vann 4-1 sigur gegn Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen í æfingaleik í gær.
Isaan Khan fréttamaður Daily Mail var á leiknum og í uppgjöri hans segir hann ljóst að Zinchenko sé ekki á förum.
Isaan Khan fréttamaður Daily Mail var á leiknum og í uppgjöri hans segir hann ljóst að Zinchenko sé ekki á förum.
„Fréttirnar sem bárust á þriðjudag um að Zinchenko verði númer 17 en ekki 35 á komandi tímabili sagði bara eitt: Hann er ekki að fara frá Arsenal í þessum glugga," segir Khan.
„Vangaveltur voru í gangi um að hann gæti verið á förum eftir að Riccardo Calafiori var keyptur á 42 milljónir punda og Jurrien Timber er að snúa til baka úr meiðslum."
Zinchenko hélt upp á treyjuuppfærsluna með byrjunarliðssæti gegn Leverkusen og með því að skora mark. Hann myndaði hjarta með höndunum og beindi að stuðningsmönnum.
„Stuðningsmenn Arsenal eru vel meðvitaðir um getu Úkraínumannsins sóknarlega. Hann er með töfrasprota á vinstri fæti og finnst gaman að keyra á andstæðinga. Það er í vörninni þar sem breyskleikar hans hafa verið afhjúpaðir."
Athugasemdir