„Ég er ósáttur við úrslitin en ég er virkilega sáttur með hvað leikmennirnir lögðu í þennan leik"
Sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 1-1 jafntefli gegn Ólafsvík á heimavelli í dag.
Sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 1-1 jafntefli gegn Ólafsvík á heimavelli í dag.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 1 Víkingur Ó.
„Í fyrri hálfleiknum stjórnuðum við þessum leik frá A-Ö og sköpuðum okkur góð færi til að gera út um leikinn. Við fengum færi til að skora annað og jafnvel þriðja markið."
ÍA eru komnir með níu fingur á Pepsi deildar sæti þar sem þeir eru fimm stigum á undan Ólafsvík þegar tveir leikir eru eftir.
„Við tökum þetta stig og það eru ennþá fimm stig á milli og það er bara næsti leikur sem er okkar verkefni núna. Við erum að fara að spila við Selfoss á útivelli og við förum í hann til að vinna hann."
„Það er enginn leikur í þessari deild auðveldur og liðin eru öflug hver á sinn hátt."
Sagði Jói Kalli að lokum en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir