Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   þri 08. september 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
RB Leipzig að fá Angelino aftur á láni frá Man City
Þýska félagið RB Leipzig er að reyna að fá vinstri bakvörðinn Angelino aftur á láni frá Manchester City.

Hinn 23 ára gamli Angelino var á láni hjá RB Leipzig síðari hlutann á síðasta tímabili.

Angelino skoraði þar eitt mark í þretán leikjum.

Félögin eru nú að ganga frá nýjum lánssamningi en RB Leipzig getur síðan keypt hann á 27 milljónir punda næsta sumar.
Athugasemdir