Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 08. september 2020 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var boltinn kominn inn í fyrsta marki Belga?
Icelandair
Mynd: Getty Images
Belgía vann þægilegan sigur á Íslandi þegar liðin áttust við í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland náði forystunni eftir tíu mínútna leik þegar Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði glæsilegt mark. Forystan var hins vegar ekki langlíf því Axel Witsel jafnaði þremur mínútum síðar.

Witsel fylgdi á eftir aukaspyrnu Dries Mertens en það var spurning með það hvort boltinn hefði farið inn því Jón Guðni Fjóluson skallaði boltann af línunni.

Fram kemur á Vísi að ekki hafi verið marklínutækni í leiknum og það hafi verið dómarateymið sem hafi ákveðið að dæma mark.

Hér að neðan má sjá markið. Var hann inni?


Athugasemdir
banner
banner