Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. september 2021 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Íslands: Hannes í markið - Þórir byrjar
Icelandair
Hannes á æfingu í gær.
Hannes á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann byrjar.
Þórir Jóhann byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson tekur aftur stöðu í marki Íslands fyrir leikinn gegn Þýskalandi í undankeppni HM í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson tekur sér stöðu á bekknum eftir að hafa byrjað síðustu tvo leiki.

Þá kemur Jón Guðni Fjóluson, miðvörður Hammarby, inn í hjarta varnarinnar með Brynjari Inga Bjarnasyni.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  4 Þýskaland

Jóhann Berg Guðmundsson snýr aftur inn í liðið eftir meiðsli og er með fyrirliðabandið í kvöld. Það er óvænt að Þórir Jóhann Helgason, leikmaður Lecce á Ítalíu, fær sæti í byrjunarliðinu. Hann átti góða innkomu í síðasta leik.



Staðan í riðlinum:
1. Þýskaland - 12 stig
2. Armenía - 10 stig
3. Rúmenía - 9 stig
4. Norður-Makedónía - 8 stig
5. Ísland - 4 stig
6. Liechtenstein - 0 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner