Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. september 2022 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alba ósáttur með vinnubrögð Barcelona sem vildi losna við hann
Mynd: EPA
Barcelona hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum en á einhvern ótrúlegan hátt tókst félaginu að styrkja liðið vel í sumar.

Glugganum lauk um síðustu mánaðarmót en liðið neyddist til að selja og lána nokkra leikmenn til að geta skráð nýju leikmennina í hópinn fyrir tímabilið í deildinni.

Það komu fréttir fyrir lok gluggans um að félagið hafi verið í viðræðum við Inter um að ítalska félagið myndi fá Jordi Alba á láni.

Þetta kom mörgum á óvart, meðal annars Alba sjálfum sem hafði ekki hugmynd um þessar viðræður. Hann var ekki ánægður með vinnubrögð félagsins.

„Ég segi hlutina eins og þeir eru við fólk og ég vil að fólk geri það sama við mig. Ég ætla ekki að segja meira þó gæti ég sagt margt fleira. Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart í fótboltaheiminum," sagði Alba.

Sjá einnig:
Barcelona ekki að takast að koma Alba í burtu


Athugasemdir
banner
banner
banner