PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   sun 08. september 2024 07:00
Sölvi Haraldsson
Carsley ánægður með Trent: Jákvæð frammistaða
Carsley vann í sínum fyrsta leik sem A landsliðsþjálfari.
Carsley vann í sínum fyrsta leik sem A landsliðsþjálfari.
Mynd: Getty Images
England vann góðan 2-0 sigur á Írlandi í Þjóðadeildinni í gær. Declan Rice og Jack Grealish skoruðu mörkin sem komu bæði í fyrri hálfleik.

Lee Carsley er A landsliðsþjálfari Englands eftir að Gareth Southgate hætti með liðið eftir Evrópumótið. Carsley mun stýra liðið tímabundið áður en enska knattspyrnu sambandið ræður aðalþjálfara. 

Ef þú sérð hvernig Trent hefur spilað á þessu tímabili, það er svipað og við báðum hann að spila í dag. Hann kom mikið inn á miðjuna þegar við vorum að spila frá marki. Mér fannst Trent virkilega góður í dag. Mjög jákvæð frammistaða.

Southgate var oft gagnrýndur sem þjálfari enska landsliðsins hvað hann notaði lítið. Síðan fékk heyrðust gagnrýnisraddir þar sem talað var um að Southgate væri að nota Trent vitlaust. Carsley hins vegar notaði Trent eins og hann er búinn að spila með Liverpool í upphafi móts og er ánægður með bakvörðinn.

Næsti leikur enska landsliðsins er á morgun gegn Finnlandi í Englandi.


Athugasemdir
banner
banner