Enea Jorgji frá Albaníu með flautuna í Izmir annað kvöld
Enea Jorgji verður með flautuna þegar Ísland mætir Tyrklandi í Izmir á morgun.
Þetta er annar leikurinn hjá íslenska liðinu í Þjóðadeildinni en strákarnir byrjuðu á því að vinna 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi síðasta föstudagskvöld.
Þetta er annar leikurinn hjá íslenska liðinu í Þjóðadeildinni en strákarnir byrjuðu á því að vinna 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi síðasta föstudagskvöld.
Jorgji er fertugur Albani sem hefur verið FIFA dómari frá árinu 2012. Síðasti landsleikur sem hann dæmdi var 4-0 sigur Tyrklands gegn Lettlandi í október á síðasta ári.
Hann hefur einu sinni áður dæmt leik hjá íslenska landsliðinu en þvar 2-0 tap gegn Armeníu árið 2021. Arnar Þór Viðarsson stýrði þá íslenska liðinu.
Allir dómarar leiksins koma frá Albaníu nema VAR-dómarinn sem er frá Ítalíu.
Leikur Tyrklands og Íslands hefst 18:45 annað kvöld og er auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir