Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 08. september 2024 11:26
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja tvíburaparið sem spilar fyrir Holland
Tvíburabræðurnir eftir sigurinn á Bosníu
Tvíburabræðurnir eftir sigurinn á Bosníu
Mynd: Getty Images
Tvíburabræðurnir, Jurrien og Quenten Timber, skrifuðu nöfn sín í sögubækurnar er þeir spiluðu í 5-2 sigri Hollands á Bosníu og Hersegóvínu í Þjóðadeildinni í gær.

Timber-bræður komu báðir inn af bekknum í síðari hálfleik og urðu þar með þriðja tvíburaparið til þess að spila fyrir hollenska landsliðið.

Jurrien er á mála hjá Arsenal á Englandi en Quentin leikur með Feyenoord.

„Þetta hljómar mjög vel, en við leyfðum okkur ekki að dreyma um þetta. Auðvitað horfði maður á leiki hollenska landsliðsins og núna er maður að spila þá, en töluðum ekki endilega um möguleikann á að ná þessum áfanga,“ sagði Quinten, en bróðir hans var sérstaklega ánægður með þetta afrek. „Þetta er bæði fjölskyldu og fótbolta ævintýri. Maður reynir að einbeita sér en á sama tíma njóta, sem er nákvæmlega það sem við gerðum. Þegar við vorum yngri þá virtist þetta vera fjarlægur draumur því aðeins 23 leikmenn eru kallaðir inn í hópinn. Þetta er samt mjög sérstakt og alls ekki sjálfsagt að við erum þarna sem tvíburar. Við færðumst nær draumnum og loks varð hann að veruleika,“ sagði Jurrien við VI.

Þetta er þriðja tvíburaparið sem spilar fyrir hollenska landsliðið á eftir Willy og René van de Kerkhof, og Frank og Ronald De Boer.
Athugasemdir
banner
banner
banner