Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 08. október 2019 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Fanndís: Ég þarf á öllum mörkum að halda
Icelandair
Fanndís Friðriksdóttir fagnaði vel og innilega
Fanndís Friðriksdóttir fagnaði vel og innilega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir var létt, ljúf og kát eftir 6-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld en hún var klár á því að þriðja mark leiksins hafi verið hennar.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Vallaraðstæður voru slakar og íslenska liðið var búið að búa sig undir það. Sex marka sigur var niðurstaðan.

„Nei, við vissum þetta fyrir leikinn. Maður var undirbúinn undir það og við æfðum á svipuðum velli í gær og fengum ekki að æfa hérna," sagði Fanndís.

„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá náðum við að spila ágætlega oft á köflum. Það er erfitt að spila á móti svona liðum, þær voru tíu inn í teig og plús markmaður. Gott að fá markið snemma til að fá að spila smá fótbolta."

Undir lok fyrri hálfleiks fékk íslenska liðið hornspyrnu og tók Fanndís hornið. Hún kom honum fyrir markið en Maria Ibragimova, markvörður Lettlands, kýldi boltann í netið.

„Þetta var alltaf mitt mark. Ég þarf á öllum mörkum að halda. Ég átti ekki að taka hornið en því var breytt í miðjum leiknum. Ég heyrði að Dagný sagði í leiknum: „Reyndu að skora!"

Íslenska liðið er með 9 stig ásamt Svíum og ljóst að baráttan verður á milli þessara liða um öruggt sæti á EM.

„Mér fannst þetta fagmannlega gert hjá okkur og gott að enda árið svona. Við ætlum að gera þetta að einvígi og við þurfum að klára okkar þangað til leikirnir eru þarna næsta haust," sagði Fanndís í lokin.
Athugasemdir
banner