Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
banner
   þri 08. október 2019 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Fanndís: Ég þarf á öllum mörkum að halda
Icelandair
Fanndís Friðriksdóttir fagnaði vel og innilega
Fanndís Friðriksdóttir fagnaði vel og innilega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir var létt, ljúf og kát eftir 6-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld en hún var klár á því að þriðja mark leiksins hafi verið hennar.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Vallaraðstæður voru slakar og íslenska liðið var búið að búa sig undir það. Sex marka sigur var niðurstaðan.

„Nei, við vissum þetta fyrir leikinn. Maður var undirbúinn undir það og við æfðum á svipuðum velli í gær og fengum ekki að æfa hérna," sagði Fanndís.

„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá náðum við að spila ágætlega oft á köflum. Það er erfitt að spila á móti svona liðum, þær voru tíu inn í teig og plús markmaður. Gott að fá markið snemma til að fá að spila smá fótbolta."

Undir lok fyrri hálfleiks fékk íslenska liðið hornspyrnu og tók Fanndís hornið. Hún kom honum fyrir markið en Maria Ibragimova, markvörður Lettlands, kýldi boltann í netið.

„Þetta var alltaf mitt mark. Ég þarf á öllum mörkum að halda. Ég átti ekki að taka hornið en því var breytt í miðjum leiknum. Ég heyrði að Dagný sagði í leiknum: „Reyndu að skora!"

Íslenska liðið er með 9 stig ásamt Svíum og ljóst að baráttan verður á milli þessara liða um öruggt sæti á EM.

„Mér fannst þetta fagmannlega gert hjá okkur og gott að enda árið svona. Við ætlum að gera þetta að einvígi og við þurfum að klára okkar þangað til leikirnir eru þarna næsta haust," sagði Fanndís í lokin.
Athugasemdir
banner
banner