Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 08. október 2019 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Fanndís: Ég þarf á öllum mörkum að halda
Icelandair
Fanndís Friðriksdóttir fagnaði vel og innilega
Fanndís Friðriksdóttir fagnaði vel og innilega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir var létt, ljúf og kát eftir 6-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld en hún var klár á því að þriðja mark leiksins hafi verið hennar.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Vallaraðstæður voru slakar og íslenska liðið var búið að búa sig undir það. Sex marka sigur var niðurstaðan.

„Nei, við vissum þetta fyrir leikinn. Maður var undirbúinn undir það og við æfðum á svipuðum velli í gær og fengum ekki að æfa hérna," sagði Fanndís.

„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá náðum við að spila ágætlega oft á köflum. Það er erfitt að spila á móti svona liðum, þær voru tíu inn í teig og plús markmaður. Gott að fá markið snemma til að fá að spila smá fótbolta."

Undir lok fyrri hálfleiks fékk íslenska liðið hornspyrnu og tók Fanndís hornið. Hún kom honum fyrir markið en Maria Ibragimova, markvörður Lettlands, kýldi boltann í netið.

„Þetta var alltaf mitt mark. Ég þarf á öllum mörkum að halda. Ég átti ekki að taka hornið en því var breytt í miðjum leiknum. Ég heyrði að Dagný sagði í leiknum: „Reyndu að skora!"

Íslenska liðið er með 9 stig ásamt Svíum og ljóst að baráttan verður á milli þessara liða um öruggt sæti á EM.

„Mér fannst þetta fagmannlega gert hjá okkur og gott að enda árið svona. Við ætlum að gera þetta að einvígi og við þurfum að klára okkar þangað til leikirnir eru þarna næsta haust," sagði Fanndís í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner