Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   þri 08. október 2019 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Fanndís: Ég þarf á öllum mörkum að halda
Icelandair
Fanndís Friðriksdóttir fagnaði vel og innilega
Fanndís Friðriksdóttir fagnaði vel og innilega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir var létt, ljúf og kát eftir 6-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld en hún var klár á því að þriðja mark leiksins hafi verið hennar.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Vallaraðstæður voru slakar og íslenska liðið var búið að búa sig undir það. Sex marka sigur var niðurstaðan.

„Nei, við vissum þetta fyrir leikinn. Maður var undirbúinn undir það og við æfðum á svipuðum velli í gær og fengum ekki að æfa hérna," sagði Fanndís.

„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá náðum við að spila ágætlega oft á köflum. Það er erfitt að spila á móti svona liðum, þær voru tíu inn í teig og plús markmaður. Gott að fá markið snemma til að fá að spila smá fótbolta."

Undir lok fyrri hálfleiks fékk íslenska liðið hornspyrnu og tók Fanndís hornið. Hún kom honum fyrir markið en Maria Ibragimova, markvörður Lettlands, kýldi boltann í netið.

„Þetta var alltaf mitt mark. Ég þarf á öllum mörkum að halda. Ég átti ekki að taka hornið en því var breytt í miðjum leiknum. Ég heyrði að Dagný sagði í leiknum: „Reyndu að skora!"

Íslenska liðið er með 9 stig ásamt Svíum og ljóst að baráttan verður á milli þessara liða um öruggt sæti á EM.

„Mér fannst þetta fagmannlega gert hjá okkur og gott að enda árið svona. Við ætlum að gera þetta að einvígi og við þurfum að klára okkar þangað til leikirnir eru þarna næsta haust," sagði Fanndís í lokin.
Athugasemdir
banner