Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. október 2020 21:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi Þór: Vonandi náði Carlo að horfa á leikinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron og Gylfi fagna marki
Aron og Gylfi fagna marki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin gæti ekki verið betri. Gerðum þetta mjög erfitt fyrir okkur í lokin. Í svona 'one-off' leik og staðan er 2-1 þá er auðvitað allt undir. Við stóðumst pressuna í lokin sem er mjög gott," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn gegn Rúmeníu í kvöld.

Gylfi skoraði bæði mörk Íslands í dag og þau komu bæði með vinstri.

„Það er frábært. Ég held að vinstri löppin sé betri en hægri löppin eins og er," sagði Gylfi og hló. „Nei nei það var mjög ljúft að ná inn tveimur mörkum í dag og koma okkur í góða stöðu."

Íslenska liðið stýrði leiknum vel þangað til að gestirnir fengu umdeilda vítaspyrnu eftir um klukkutíma leik. Fór eitthvað um liðið í kjölfarið?

„Nei nei, þeir voru aðeins að halda boltanum í öftustu línu en eftir markið fóru þeir að stjórna leiknum meira. Við höfum sýnt það í gegnum tíðina að við erum mjög góðir undir pressu varnarlega og náum einhvern veginn að halda svona stöðum."

Styttist í markametið
Gylfi er núna tveimur mörkum frá Eiði Smár Guðjohnsen og Kolbeini Sigþórssyni - markahæstu leikmönnum í sögu landsliðsins. Er hann eitthvað að hugsa um það?

„Já. Ég var einmitt að hugsa um það áðan - það styttist."

Vonandi sá Carlo leikinn
Gylfi hefur ekki verið fastamaður í liði Everton til þessa á leiktíðinni. Hvernig var fyrir hann að koma heim og bæði skora og spila 90 mínútur?

„Æðislegt að ná 90 mínútum sem er aðeins meira en að undanförnu. Fæ að spila framar á vellinum. Æðislegt að skora tvö mörk og vera kominn í úrslitaleikinn."

Henry Birgir Gunarsson spurði Gylfa að lokum hvort þetta væru skilaboð til Carlo Ancelotti, stjóra Everton.

„Nei, ég veit ekki [hvort hann hafi verið að horfa]," sagði Gylfi og hló.

„Það er nóg af landsleikjum í kvöld og vonandi hefur hann séð leikinn í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner