Jóhann Ingi Hafþórsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, er ánægður með nýtt fyrirkomulag Bestu deildarinnar þar sem deildinni er skipt upp í tvo hluta.
„Nýtt fyrirkomulag í Bestu deild karla í fótbolta lofar góðu. Þrátt fyrir að spennan í efri hlutanum sé ekki sérlega mikil, er staðan í neðri hlutanum gott dæmi um hversu spennandi efri hlutinn gæti orðið á næstu árum," skrifar Jóhann í viðhorfspistli í Morgunblaðinu í dag.
Önnur umferðin eftir tvískiptinguna hefst í dag en alls eru leiknar fimm umferðir. Gríðarleg spenna er í fallbaráttunni en úrslitin svo gott sem ráðin í efri hlutanum.
„Nýtt fyrirkomulag í Bestu deild karla í fótbolta lofar góðu. Þrátt fyrir að spennan í efri hlutanum sé ekki sérlega mikil, er staðan í neðri hlutanum gott dæmi um hversu spennandi efri hlutinn gæti orðið á næstu árum," skrifar Jóhann í viðhorfspistli í Morgunblaðinu í dag.
Önnur umferðin eftir tvískiptinguna hefst í dag en alls eru leiknar fimm umferðir. Gríðarleg spenna er í fallbaráttunni en úrslitin svo gott sem ráðin í efri hlutanum.
„Neðri hlutinn í Bestu deildinni er ótrúlega spennandi og nánast hver leikur upp á líf og dauða. ÍA tapaði fyrir Keflavík í síðustu umferð og fer von Skagamanna, um að halda sér uppi, dvínandi. Með sigri hefði ÍA verið í miklu betri stöðu. Hver einasti leikur er svo mikilvægur."
„Á morgun mætast FH og Leiknir úr Reykjavík í risastórum leik. Með sigri fer FH úr fallsæti, en fari svo að Leiknir fagni sigri er FH allt einu fjórum stigum frá öruggu sæti þegar þrír leikir eru eftir. Það er svo ofboðslega mikið undir og svo mikil spenna. Svona viljum við hafa þetta og vonandi verður efri hlutinn eins spennandi á næstu árum," skrifar Jóhann en pistill hans í heild er í Morgunblaðinu.
laugardagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 KR-Valur (Meistaravellir)
14:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍA-Fram (Norðurálsvöllurinn)
sunnudagur 9. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 FH-Leiknir R. (Kaplakrikavöllur)
mánudagur 10. október
Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
15:15 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir