Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 08. október 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aðdáendur Napoli fá frían bjór í næstu heimsókn til Como
Mynd: EPA

Como fékk mikið hrós frá stuðningsmönnum Napoli eftir leik liðanna í ítölsku deildinni á föstudaginn.


Leiknum lauk með 3-1 sigri Napoli en stuðningsmenn liðsins voru mjög hrifnir af nýliðum Como í leiknum.

Como sendi frá sér stutta yfirlýsingu þar sem félagið þakkaði stuðningsmönnunum fyrir jákvæð orð í sinn garð.

Þá ætlar félagið að bjóða öllum stuðningsmönnum Napoli upp á frían bjór þegar Napoli heimsækir Como í febrúar.

Napoli er á toppi deildarinnar með 16 stig eftir sjö umferðir en Como er í 14. sæti með átta stig.


Athugasemdir
banner
banner