Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. nóvember 2019 15:15
Magnús Már Einarsson
Þrír Íslendingar í liði ársins í norsku B-deildinni
Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír íslenskir leikmenn eru í úrvalsliði ársins í norsku B-deildinni hjá Eurosport í Noregi. Íslendingavaktin vakti athygli á þessu í dag.

Um er að ræða Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson leikmenn Álasund og Aron Sigurðarson kantmann Start.

Daníel Leó hefur verið öflugur í vörn Álasund og Aron Elís á miðjunni. Álasund hefur haft mikla yfirburði á tímabilinu og er búið að tryggja sér sigur í deildinni fyrir lokaumferðina á morgun.

Aron hefur skorað þrettán mörk og lagt upp önnur þrettán fyrir Start en hann er fimmti markahæsti leikmaðurinn í deildinni.

Start er í þriðja sæti deildarinnar og á leið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner