Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 08. nóvember 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coleman blótaði Maguire og kallaði hann „dýfara"
Pickford og Maguire.
Pickford og Maguire.
Mynd: Getty Images
Seamus Coleman, fyrirliði Everton, var vægast sagt reiður þegar Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, fór niður í teignum í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Maguire féll í teignum þegar bæði Jordan Pickford og Michael Keane spörkuðu til hans.

Margir stuðningsmenn Man Utd furðuðu sig á því hvernig vítaspyrna var ekki dæmd. VAR skoðaði atvikið og ekkert var dæmt, en dómari leiksins ákvað að skoða það ekki í VAR-skjánum.

Maguire sjálfur skildi hvers vegna dómarinn flautaði ekki og dæmdi vítaspyrnu. „Mér fannst ég hafa ýtt honum. Þetta hefði verið 'soft' vítaspyrna," sagði fyrirliði Man Utd við heimasíðu félagsins.

Leikmenn Everton voru alls ekki sáttir við Maguire og fór Coleman upp að honum og lét hann heyra það. Heyrst hefur á myndbandi hvað Coleman sagði, en hann kallaði Maguire „dýfara" og lét nokkur blótsyrðum fylgja með.

Leikurinn endaði með 3-1 sigri United. Bruno Fernandes skoraði tvö fyrir Man Utd og lagði svo upp þriðja markið fyrir Edinson Cavani í uppbótartímanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner