sun 08. nóvember 2020 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Leverkusen kláraði Gladbach í seinni hálfleik
Leverkusen vann góðan sigur.
Leverkusen vann góðan sigur.
Mynd: Getty Images
Sandra María spilaði hálfleik.
Sandra María spilaði hálfleik.
Mynd: Mirko Kappes
Það fóru fram tveir leikir í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Tvö lið sem stefna á Meistaradeildarsæti, Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach, áttust við á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Þetta var fjörugur leikur. Lars Stindl skoraði tvisvar fyrir Gladbach í fyrri hálfleik en Lucas Alario skoraði einnig tvisvar fyrir Leverkusen. Staðan var 2-2 í hálfleik.

Í seinni hálfleik reyndist Leverkusen sterkari. Leon Bailey og Julian Baumgartlinger skoruðu mörkin til að koma heimamönnum í 4-2. Gladbach klóraði í bakkann í uppbótartíma og lokatölur 4-3. Bayer Leverkusen hoppar upp í fjórða sæti með 15 stig. Gladbach er með 11 stig í sjöunda sæti.

Í heimaborg Volkswagen höfðu heimamenn í Wolfsburg betur gegn Hoffenheim þar sem bæði lið klúðruðu vítaspyrnu.

Bayer 4 - 3 Borussia M.
0-1 Lars Stindl ('18 , víti)
1-1 Lucas Alario ('27 )
1-2 Lars Stindl ('29 )
2-2 Lucas Alario ('41 )
3-2 Leon Bailey ('68 )
4-2 Julian Baumgartlinger ('82 )
4-3 Valentino Lazaro ('90)

Wolfsburg 2 - 1 Hoffenheim
1-0 Renato Steffen ('5 )
2-0 Wout Weghorst ('26 )
2-0 Wout Weghorst ('84 , Misnotað víti)
2-1 Sargis Adamyan ('87 )
2-1 Munas Dabbur ('90 , Misnotað víti)

Sandra María spilaði í tapi
Landsliðskonan Sandra María Jessen spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Bayer Leverkusen í úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi er liðið tapaði á heimavelli gegn Hoffenheim. Leverkusen er í sjöunda sæti með 11 stig eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner