Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amad Diallo í viðræðum við Man Utd
Mynd: EPA

Amad Diallo, hetja Man Utd gegn PAOK í Evrópudeildinni í gær, er í samningaviðræðum við Man Utd.


Þessi 22 ára gamli leikmaður skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á PAOK en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Amad eins og hann er oftast kallaður hefur komið við sögu í 14 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og skorað þrjú mörk og lagt upp eitt.

BBC greinir frá því að hann sé í samningaviðræðum en United hefur boðið honum þriggja ára samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner