Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Fer liðsfélagi Hákonar til Juventus?
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus er að undirbúa tilboð í kanadíska sóknarmanninn Jonathan David, en hann er á mála hjá Lille í Frakklandi.

David er 24 ára gamall og er á lista hjá öllum stærstu félögum Evrópu. Í slúðurpakkanum í morgun var hann sagður á blaði hjá Manchester United, Liverpool og Arsenal.

Samningur hans við Lille rennur út eftir þetta tímabil en CalcioMercato segir að Juventus ætli að reyna að taka forystuna í baráttunni með því að leggja fram tilboð í hann í janúarglugganum.

Framherjinn hefur skorað 95 mörk í 197 leikjum með Lille frá því hann kom frá Gent fyrir fjórum árum og er nú tilbúinn að taka næst skref ferilsins.

Juventus hefur verið í leit að áreiðanlegum framherja síðustu mánuði til þess að vera Dusan Vlahovic til halds og traust, en félagið er líka vongott um að hann geti tekið byrjunarliðssætið af serbneska framherjanum.

CalcioMercato segir að Thiago Motta, þjálfari Juventus, hafi verið í sambandi við David síðustu vikur, en nú er að bíða og sjá hvort það verði Juventus sem hreppi framherjann.

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er á mála hjá Lille en hann hefur gefur fjórar stoðsendingar á David frá því hann gekk í raðir Lille frá FCK á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner