Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. desember 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Fimm sem Newcastle ætlar að reyna að fá í janúar
Matthias Ginter er 27 ára og hefur spilað 46 landsleiki fyrir Þýskaland.
Matthias Ginter er 27 ára og hefur spilað 46 landsleiki fyrir Þýskaland.
Mynd: Getty Images
Það styttist í fyrsta janúarglugga Newcastle eftir Sádi-arabísku yfirtökuna. Liðið er í fallsæti en fagnaði sínum fyrsta deildarsigri á tímabilinu um síðustu helgi.

Daily Mail segir að í síðustu viku hafi Eddie Howe sett saman lista yfir fimm leikmenn sem félagið mun reyna að fá í janúarglugganum.

Á listanum eru Mohamed Elneny miðjumaður Arsenal og varnarmennirnir Lloyd Kelly hjá Bournemouth, Joe Rodon hjá Tottenham, Sven Botman hjá Lille og þýski landsliðsmaðurinn Matthias Ginter hjá Borussia Mönchengladbach.

Augljóst er að Howe er með í forgangi að laga vörnina en aðeins Norwich hefur fengið á sig fleiri mörk á tímabilinu.

Elneny hefur átt erfitt með að vinna sér inn fast sæti hjá Arsenal og verður samningslaus næsta sumar.

Howe þekkir Kelly vel en miðvörðurinn hefur verið með fyrirliðabandið hjá Bournemouth. Talað hefur verið um að Liverpool hafi líka áhuga á honum, rétt eins og á Hollendingnum Botman.

Rodon hefur aðeins spilað einn úrvalsdeildarleik fyrir Tottenham á tímabilinu og samningur Ginter við þýska félagið rennur út næsta sumar. Möguleiki er að fá hann á kjaradíl í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner