Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. janúar 2021 12:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni Bergs segir frá hvaða erlendu þjálfara hann ræddi við
Icelandair
Ian Burchnall.
Ian Burchnall.
Mynd: Getty Images
Äge Hareide er fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur.
Äge Hareide er fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var í löngu viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr Football á dögunum.

Arnar Þór Viðarsson var undir lok síðasta árs ráðinn sem nýr A-landsliðsþjálfari. Hann tók við af Erik Hamren og verður Eiður Smári Guðjohnsen nýjum þjálfara til aðstoðar.

Fram kom á blaðamannafundi eftir að Arnar var ráðinn að KSÍ hefði rætt við Frey Alexandersson, Heimi Guðjónsson og Rúnar Kristinsson.

Hann ræddi einnig við Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, og aðra erlenda þjálfara. Í samtali sínu við Hjörvar uppljóstraði Guðna hvaða erlendu þjálfarar hefðu verið á blaði ásamt Lars.

Hann staðfesti að Englendingurinn Ian Burchnall, fyrrum þjálfari Östersund, hefði rætt við KSÍ.

„Hann er maður framtíðarinnar og hefur náð eftirtekarverðum árangri," sagði Guðni.

„Ég get alveg svo sem upplýst það að ég ræddi líka við Äge Hareide en hann er samningsbundinn Rosenborg. (Ståle) Solbakken, ég athugaði með hann en þá var hann kominn langt í viðræður við norska sambandið."

„Það var annað sem kom inn í myndina, Steve McClaren, en hann réð sig svo til Derby. Það hefði verið allt í lagi að ræða við hann, bara um þetta mark frá þetta Kolbeini hérna um árið."

Sven Göran-Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er einnig sagður hafa komið sér í viðræður við KSÍ en Guðni vildi ekki staðfesta það.

„Það er gott að taka þessi viðtöl, fara vel yfir málin og móta þetta í huga sér. Þetta er stór og mikilvæg ákvörðun og maður reynir að vanda sig eins og maður getur," sagði Guðni.

Sjá einnig:
Steve McClaren miður sín - Sjáðu viðbrögðin við marki Kolla


Athugasemdir
banner
banner
banner