Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. janúar 2022 12:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afríkumótið hefst í dag - Heimamenn mæta Búrkína Fasó
Mynd: AFCON
Afríkumótið, Africa Cup Of Nations (AFCON), í Kamerún hefst í dag. Opnunarleikurinn er viðureign heimamanna gegn Búrkína Fasó og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Mótið er sýnt beint á ViaPlay og eru tveir leikir á dagskrá í dag. Opnunarleikurinn fer fram á Stade Paul Biya de Olembe, í höfuðborginni Jánde. Leikvangurinn heitir í höfuðið á Paul Biya sem hefur verið forseti Kamerún í 39 ár.

Seinni leikurinn er viðureign Eþíópíu og Grænhöfðaeyja (Cape Verde).

Þessi fjögur lið leika öll í A-riðli keppninnar. Á morgun er svo leikið í B- og C-riðli.

Meira um keppnina:
15 leikmenn til að fylgjast með á AFCON
Útileikmenn gætu þurft að spila í marki á Afríkumótinu



Athugasemdir
banner