Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   sun 09. janúar 2022 10:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekkert leyndarmál að mig langi að róa á önnur mið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson hefur ekki leikið stórt hlutverk hjá Blackpool sem spilar í ensku B-deildinni. Alls hefur hann spilað 163 mínútur í deildinni og níutíu mínútur í deildabikarnum.

Hann var ekki í hópnum í enska bikarnum í gær, í samtali við Fótbolta.net greindi hann frá því að hann hefði smitast af covid.

Daníel er orðinn langþreyttur af fáum tækifærum og er að kíkja í kringum sig. Hann verður samningslaus næsta sumar. Mínúturnar hafa þó allar komið í síðustu leikjum.

„Tækifærin eru búin að vera af skornum skammti, þannig það er ekkert leyndarmál að mig langi að róa á önnur mið. Hvort að af því verði verður að koma í ljós," sagði Daníel.

Var einhver umræða að þú færir með landsliðinu til Tyrklands?

„Nei, ekki að minni vitneskju. Ég er búinn að vera inn og út úr liðinu síðustu vikurnar en nældi mér í covid fyrir nökkrum dögum og gat ekki verið með liðinu í dag [gær]. Hópurinn er mjög þunnur núna þannig þeir hefðu aldrei hleypt mér," sagði Daníel en Blackpool lá 2-1 gegn Hartlepool í 3. umferð enska bikarsins í gær.

Daníel var kallaður inn í októberverkefni landsliðsins og kom við sögu í tveimur leikjum í því verkefni. Hann spilaði svo 90 mínútur í báðum landsleikjunum í nóvember.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 24 15 6 3 54 25 +29 51
2 Middlesbrough 24 12 7 5 33 25 +8 43
3 Ipswich Town 24 11 8 5 40 23 +17 41
4 Hull City 24 12 5 7 40 37 +3 41
5 Millwall 24 11 6 7 27 32 -5 39
6 Watford 24 10 8 6 34 29 +5 38
7 Preston NE 24 9 10 5 31 25 +6 37
8 Bristol City 24 10 6 8 33 27 +6 36
9 QPR 24 10 5 9 34 37 -3 35
10 Stoke City 24 10 4 10 29 23 +6 34
11 Wrexham 24 8 10 6 34 31 +3 34
12 Leicester 24 9 7 8 34 34 0 34
13 Southampton 24 8 8 8 38 34 +4 32
14 Derby County 24 8 8 8 33 33 0 32
15 Birmingham 24 8 7 9 32 31 +1 31
16 West Brom 24 9 4 11 28 32 -4 31
17 Sheffield Utd 24 9 2 13 33 37 -4 29
18 Swansea 24 8 5 11 25 31 -6 29
19 Blackburn 23 7 6 10 22 26 -4 27
20 Charlton Athletic 23 7 6 10 22 29 -7 27
21 Portsmouth 23 6 7 10 21 30 -9 25
22 Oxford United 24 5 7 12 24 33 -9 22
23 Norwich 24 5 6 13 26 36 -10 21
24 Sheff Wed 23 1 8 14 18 45 -27 -7
Athugasemdir
banner
banner