Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 09. janúar 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neita líklega öðru tilboði Newcastle - Vilja 35 milljónir
Kieran Trippier var fyrsti leikmaðurinn til að koma til Newcastle síðan nýir eigendur keyptu félagið.

Félagið virðist ætla sér að fá miðvörðinn Sven Botman frá Lille en fyrsta tilboðinu var hafnað í leikmanninn.

Newcastle hefur nú boðið rúmlega 29 milljónir punda eða 35 milljónir evra í leikmanninn. Lille hefur ekki svarað tilboðinu en samkvæmt heimildum Sky mun franska liðið ekki samþykkja tilboðið.

Það er talið að Lille vilji fá 35 milljónir punda (41 milljón evra) fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner