Emile Smith-Rowe leikmaður Arsenal hefur verið lengi frá vegna meiðsla en hann er byrjaður að æfa með liðinu.
Hann hefur aðeins tekið þátt í fjórum leikjum á þessari leiktíð og ekkert spilað undanfarna fjóra mánuði.
„Við þurfum að hann sé í formi og upp á sitt besta. Þegar það er staðan erum við með magnaðan leikmann sem við höfum saknað mikið. Ef hann æfir, vonandi getum við það nýtt krafta hans," sagði Arteta.
Það má búast við því að Arteta geri margar breytingar á liðinu þegar liðið heimsækir Oxford í enska bikarnum í kvöld og Smith-Rowe gæti tekið þátt.
Athugasemdir