mán 09. janúar 2023 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnlaugur Fannar til Keflavíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík hefur nælt í sinn fyrsta leikmann fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefur gert tveggja ára samning við félagið.


Gunnlaugur sem er fæddur árið 1994 hefur leikið með Kórdrengjum síðustu þrjú ár en er uppalinn á Álftanesi en hefur einnig leikið með Haukum og Víkingi R.

Gunnlaugur leikur sem miðvörður.

Keflavík hefur misst marga sterka leikmenn svo það er byrjað að styrkja liðið og verður spennandi að sjá hvað liðið gerir í framhaldinu.

Komnir
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson

Farnir
Adam Ægir Pálsson í Víking (var á láni)
Dani Hatakka í FH
Ingimundur Aron Guðnason hættur
Joey Gibbs í Stjörnuna
Kian Williams til Kanada
Patrik Johannesen í Breiðablik
Rúnar Þór Sigurgeirsson til Öster
Sindri Kristinn Ólafsson til FH
Adam Árni Róbertsson í Þrótt Vogum

Hér að neðan geturu hlustað á formann Keflavíkur sem var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.


Útvarpsþátturinn - Flóttinn frá Keflavík og ótímabæra spáin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner