Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mán 09. janúar 2023 19:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lloris hættir með franska landsliðinu
Mynd: EPA

Hugo Lloris hefur lagt landsliðshankana á hilluna en þessi 36 ára gamli markvörður Tottenham á Englandi lék 145 landsleiki fyrir þjóð sína.


Þar af var hann fyrirliði í 121 leik en hann er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins og enginn hefur leikið jafn marga leiki með fyrirliðabandið.

Hann varð heimsmeistari með liðinu í Rússlandi árið 2018 og sigurvegari í Þjóðadeildinni árið 2021. Þá er tæpur mánuður síðan hann tapaði í úrslitum á HM í Katar eftir vítaspyrnukeppni gegn Argentínu.

„Það kemur sá tímapunktur sem þú verður að átta þig á því að það er kominn tími á þetta. Ég vil ekki að þetta snúist um mig, ég hef alltaf sagt að enginn er stærri en franska landsliðið og við sjáum alltaf til þess. Liðið er tilbúið til að halda áfram og það er einnig markmaður sem er tilbúinn," sagði Hugo Lloris en þar talar hann um Mike Maignan markvörð AC Milan en hann missti af HM vegna meiðsla.

Hann segir einnig að ákvörðunin hafi verið tekin vegna þess að hann vilji fá meiri tíma með fjölskyldunni.


Athugasemdir
banner
banner