Brasilíski leikmaðurinn Marquinhos er mættur aftur til heimalandsins og hefur gert lánssamning við Cruzeiro en hann kemur frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.
Marquinhos er 21 árs gamall sóknarsinnaður leikmaður sem sneri aftur til Arsenal á dögunum eftir að hafa eytt síðasta árinu á láni hjá Fluminense í Brasilíu.
Áður hafði hann verið á láni hjá Norwich og Nantes, en hann er nú farinn aftur frá Arsenal og í þetta sinn á láni til Cruzeiro.
Hann hefur komið við sögu í sex leikjum með Arsenal og skorað eitt mark frá því hann kom frá Sao Paulo fyrir þremur árum.
Marquinhos hefur spilað fyrir öll yngri landslið Brasilíu en á enn eftir að spila A-landsleik.
? SEJA BEM-VINDO, MARQUINHOS! O atacante chegar por empréstimo no Cabuloso até o fim deste ano!
— Cruzeiro ???? (@Cruzeiro) January 9, 2025
Deixe sua mensagem de boas-vindas para o Marquinhos, Nação Azul! ???? pic.twitter.com/5HmUeEmTs0
Athugasemdir