Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gísli átti treyju fyrirliðans
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gottskálk Þórðarson gekk á dögunum í raðir pólska félagsins Lech Poznan. Um er að ræða eina stærstu sölu sem íslenskt félagslið hefur gert.

Gísli blómstraði með Víkingum síðasta sumar og var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar hér á Fótbolta.net.

Gísli þekkir nokkuð til Lech Poznan en hann var hluti af leikmannahópi Víkinga sem mætti pólska félaginu í Sambandsdeildinni sumarið 2022. Gísli var ónotaður varamaður í seinni leiknum í Póllandi sem endaði með sigri Lech eftir framlengingu.

Gísli sagði frá skemmtilegri sögu í tengslum við leikinn er hann ræddi við sjónvarpsstöð félagsins.

„Pabbi minn var á vellinum þennan daginn og hann keypti treyju með nafni fyrirliðans á. Ég sagði honum að ég ætti Lech Poznan treyju merkta honum," sagði Gísli.

„Stundum fer ég í hana og það er því svolítið skrítið að vera orðinn leikmaður félagsins."

Fyrirliði Lech er sænski sóknarmaðurinn Mikael Ishak en félagið birti mynd af honum og Gísla á samfélagsmiðlum sínum í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner