Skotinn Harley Willard hefur áfram áhuga á því að spila á Íslandi samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Hann hefur vakið áhuga hjá félögum utan Íslands en er áhugasamur um að vera áfram hér á landi.
Hann hefur vakið áhuga hjá félögum utan Íslands en er áhugasamur um að vera áfram hér á landi.
Hann ákvað að yfirgefa KA í október síðastliðnum þar sem hann vildi fá meiri spiltíma.
„Ég ákvað að nýta mér klásúlu um að rifta samningi mínum til að fá meiri spiltíma og takast á við nýja áskorun," sagði Willard þá.
„Ég er ánægður með framlag mitt á þeim tveimur árum sem ég var hjá KA, vinna bikarinn og spila í Evrópu. Ég óska KA alls hins besta og ég er þakklátur fyrir árin sem ég var hjá félaginu."
Willard kom hingað til lands árið 2019 og samdi við Víking Ólafsvík. Hann lék þrjú tímabil með Víkingi áður en hann skipti yfir í Þór. Þar gerði hann 15 mörk í 24 leikjum í deild- og bikar sumarið 2022. Hann fór svo í KA þar sem hann hefur leikið síðastliðin tvö sumur.
Athugasemdir